Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 22.09.1928, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.09.1928, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Borðteppi frá kr. 4.50 Dívanteppi 9.50 Undirlök mislit 2.00 Undirlök hvít 3.00 Gólfmottur (»forleggere«) . 3.00 Gólfdreglar metr. 2.20 Brauns Verslun. Páll Sigurgeirsson. Skósmíðaverkstæðið í Aðalstræti 10 er nú fyrir alvöru tekið til starfa. — Leður- og gúmmískófatn- aður tekin til aðgerða. — Vatnsleðurstígvél smíðuð eftir máli. — Verð á aðgerðum og nýsmíði er það lægsta fáanlega, miðað við vandað efni og góða vinnu. Virðingarfylst. GUNNAR S. HAFDAL. Vegna hreinsunar rafveitupollsins, verður rafstraumur tekinn af frá klukkan fjögur árdegis til klukkan fjögur síðdegis fjóra daga, eða frá næstkomandi Sunnudags morgni til Miðvikudags. Akureyri 21. September 1928. Rafveitustjórinn. Hárgreiðslustofa. Laugardaginn 22. þ. m. opna jeg hárgreiðslustofu í Hafnarstræti 35 (gengið inn að norðan). Hárgreiðslustofan verður opin alla virka daga frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. Þar geta dömur fengið m. a.: Klipping, Ondulation, Vatns-ondulation, Andlitsböð, Nudd, Hárkúrar, Manicure og allskonar hárvinna. Pantið í sfma 62. Virðingarfylst. ída G. Björnsson. Jakob Möller, bankaeftirlitsmaður, hefir fengið greitt af opinberu fé árið 1926, samkv. skýrslu ríkisgjaldanefnd- ar: Laun og dýrtíðar- uppbót kr. 16.733.00 Þingmannskaup — 1987.92 Ferðakostnaður —. '2119.00 Frá útb, á Selfossi — 122.00 Samtals kr. 20961.92 — tuttugu þúsund níu hundruð sextíu og ein króna níutíu og tveir áurar. — Aukastörf hafði hann engin fyrir það opinbera, svo vit- að sé. Jakob segist ekki vera íhalds- maður. ------o------- Úr bœ og bygð. \ Kirkjan. Messað á morgun kl. 2. bæjarstjórnarfundi fyrir 5 ný íbúðar- hús. Þorsteinn Thorlacius og Elín Ein- arsdóttir byggja við Oddeyrargötu, Kristján Markússon við Gilsbakkaveg, Guðrún Sigurgeirsdóttir við Bjarmastíg og Magnús Einarsson við Eiðsvallarg. Skipagöngur. Síðustu daga fiafa kom- ið hingað 3 farþegaskip: Brúarfoss, Esja, og Dr. Alexandrine. Hið síðast- nefnda liggur hér í dag. Með Brúar- fossi fór Magnús Kristjánsson, fjár- málaráðherra. Hann hefir dvalið hér um tíma, sjer til hressingar eftir á- fallið í sumar. Er hann nú orðinn nokk- urnveginn heill heilsu. Bæjarstjórnarfundurinn, sem frestað var á Þriðjudaginn var, var haldinn í fyrradag, og stóð rúmlega 4 stundir. Urðu allharðar umræður um kaupin á bryggju og húseignum Wathne á Odd- eyrartanga. Loks var samþ. tillaga hafnarnefndar, að kaupa eignina, ef hún fæst fyrir 25 þús. krónur. Veröur þá væntanlega bryggjan stækkuð og bætt, og gerð að nýtilegri stórskipa- bryggju til allrar afgreiðslu* Verði af kaupunum, eignast bærinn þar þarfa eign, sem líkleg er til að gefa höfninni góðar tekjur í framtíðinni. Slátrun byrjaði í nýja sláturhúsintt í gær. Ekk verður þó fullur kraftnr á: slátruninni fyr en á Mánudag.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.